Bændablaðið - 03.09.2002, Page 24

Bændablaðið - 03.09.2002, Page 24
Bændablaðið Þriðjudagurinn 3. september 2002 Hringdu og við birtum auglýsinguna þína! Samrekstup jaríla Á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands sl. vor var samþykkt ályktun þar sem skorað var á Bændasamtök íslands að skil- greina nauðsynlegar breytingar á starfsumhverfi bænda þannig að þeim verði gert mögulegt að sameina búrekstur sinn á fleiri en Jteinni bújörð. Að mati fundarins er eins og nú er háttað ekki hægt að nýta greiðslumark milli jarða og ná fram hagræðingu í rekstri. Á stjómarfundi Bændasam- takanna var samþykkt að vísa erindinu til Framkvæmdanefndar búvörusamninga, enda talið er víst að þessi mál komi upp í tengslum 'við endurskoðun á búvöm- samningnum. Gefðu börnunum gott veganesti. Ostur er ódýrt og hollt álegg. www.ostur.is íslenskir ostar - hreinasta afbragð Nýir hluthafar taka yfir Norðurmjólk ehf. á Akureyri: hlær allur mjúlkuriðnaðurinn nú í eigu ■ w Nokkur stærstu fyrirtæki landsins í mjólkuriðnaði ásamt tveimur kaupfélögum hafa nú eignast samanlagt um 60% hlut í Norðurmjólk ehf. Með þessu hafa mjólkurframleiðendur styrkt stöðu sína í mjólkuriðnaðinum og eiga nú nær allan mjólkur- iðnaðinn í landinu. Auðhumla, framleiðendasamvinnufélag bænda, er langstærsti eigandi Norðurmjólkur með um 40% hlutafjár. Aðrir hluthafar eru Mjólkursamsalan 16%, Mjólk- urbú Flóamanna 16%, Osta- & Smjörsalan 12%, Kaupfélag Eyfirðinga 13% og Kaupfélag * Skagfirðinga 3%. Erlingur Teitsson stjómarfor- maður Norðurmjólkur sagði að eftir kaup Auðhumlu á 67% hlut fjárfestingarfélagsins Kaldbaks í Norðurmjólk - en Kaldbakur er að stærstum hluta í eigu KEA - hefði verið ljóst að Auðhumla yrði að selja mestan part af þeim hlut. Og þegar farið var að leita eftir aðilum til að kaupa hlutinn var eingöngu leitað til þeirra sem eru í mjólkur- jðnaði. Eignarhald bœnda mikilvœgt „Við litum þá til þeirra félaga sem voru alfarið í eigu bænda vegna þess að okkar framtíðarsýn er sú að Norðurmjólk verði eign bændanna í landinu. Ekki endilega bænda á Norðurlandi heldur á landinu öllu. Við teljum það gríð- arlega mikilvægt bæði fyrir bænd- ur og neytendur að mjólkuriðnað- urinn sé allur í höndum bænda og lúti yfirstjóm þeirra. Þegar bændur af öllu landinu sameinast um þetta eignarhald þá opnast möguleikar til hagræðingar sem í raun vom ekki fyrir hendi áður," sagði # Erlingur. Hann segir að nú sé vaxandi þrýstingur á innflutning mjólkurvara og ekkert sem bendi til annars en að svo muni verða áfram. Þá þurfi bæði fram- leiðendur og þeir sem vinna úr mjólkinni að vera í stakk búnir til að mæta þeirri samkeppni. Það muni gerast með hagræðingu sem leiði til lægra verðs. Sterkt fyrirtœki Erlingur segir að Norðurmjólk sé sterkt fyrirtæki. Hjá því em lagðar inn um það bil 27 milljónir lítra á ári sem er ekki langt frá 26% af þeirri mjólk sem framleidd er í landinu og er fyrirtækið meðal annars langstærsti ostaframleiðandi landsins. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns og var velta þess árið skuldsett sem þýðir að menn verða 2002 um 2,5 milljarðar króna. að halda vel á spöðunum," sagði „Fyrirtækið stendur styrkum Erlingur Teitsson. fótum en því miður er það nokkuð

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.