Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 12
þeir Leifur og Henni — hafði nýlega haldið allmikla hluta-
veltu. Meðal drátta þar var ferð nieð skipum Eimskipafélags
Islands til Akureyrar. Þessi dráttur hafði ekki gengið út.
Þetta vissi Henni. Fékk hann nú stjórn Væringja til þess
að eftirláta þeirn félögum miða þennan, og stuðla á þann
hátt að stofnun skátafélags á Isafirði. Og svo arkaði hann
„niður á Eimskip“ og náði tali af skrifstofustjóranum, Sig-
urði Guðmundssyni.
Útsýn yfir Isafjörð
Tj áði liann Sigurði vandamál sín, og að nú mætti það eitt til
bjargar verða, að hann hreytti einum farmiða til Akureyrar
í tvo til ísafjarðar. Þurfti Henni ekki á neinum áróðurs-
hæfileikum að lialda til þess, því að Sigurður tók þegar vel í
mál hans, og bauð meira að segja fanniða fram og tilbaka, og
á 1. farrjani. Það gátu þeir félagar þó ekki notað sér, því svo
stóð á ferðum, að þeir urðu að koma heim aftur með erlendu
skipi.
En nú var vandinn leystur, því ekki þótti taka því að hafa
miklar fjárhagsáhyggjur af heimferðinni. Og svo komu þeir
til Isafjarðar, Henni og Leifur. Tóku þeir þegar til óspilltra
málanna við kennslu nýliða og flutning erinda um tilgang,
starfstilhögun og svo frv.
En gisting var þeim fengin í svelllcöldu herbergi. Sváfu þeir
10
AFMÆLISRIT EINHERJA