Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 15
— Stofnendur Einherja —
Guðjón Bjarnason, Viggó Jessen, Halldór Magnússon, Guðmundur
Bjarnason, Eggert Ólafsson, Þórir Bjarnason, Gunnar Andrew, Magnús
B. Magnússon, Jóhann Jóhannsson, Kjartan Ólafsson og Ágúst Leós.
Stofnfundur félagsins var haldinn í þinghúsi bæjarins
(nú Skátaheimilið), og var þar gengið frá stofnun félagsins.
Kennslan hófst þá þegar og var hópnum skipt í tvo flokka,
og lauk annar flokkurinn nýliðaprófi 3. marz, en hinn síðari
4. marz. Sunnudaginn 4. marz vann allur hópurinn skáta-
heitið.
Sunnudaginn 11. marz var haldinn fyrsti sveitarfundurinn
í félaginu, og var Gunnar Andrew kosinn sveitarforingi í einu
hljóði. Siðan voru lög Skátafélagsins Væringjar i Reykjavik
samþykkt sem lög skátafélagsins Einherjar, með litlum breyt-
ingum, og segir svo í 1. grein:
„Nafn félagsins er EINHERJAR, og er það sérstök deild
innan íþróttafélagsins Magni.“ Þó verður ekki séð, að neitt
félagslegt samband hafi verið, í verld, milli félaganna, og hélt
Magni áfram að starfa lengi eftir þetta, sem mjög öflugt
íþróttafélag. Á þessum sama fundi var hópnum skipt í tvo
AFMÆLISRIT EINHERJA
13