Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 16
flokka: 1. fl. „Birnir,“ og var fl. for. hans Kjartan Ólafsson,
2. fl. „Ernir,“ og var fl. for. lians Ágúst Leós. Litlu seinna
var félagið tekið i Bandalag íslenzkra skáta.
Félagið aflaði sér skjótt vinsælda og virðingar meðal bæjar-
búa, og gerðust margir bæjarbúar styrktarmeðlimir félagsins.
Með vorinu liófst þróttmikið og fjörugt útilíf. Hafði félagið
keypt sér 8 manna tjald frá Beykjavík, sem þá kostaði kr.
150,00. Fyrsta útilegan var farin fram í Tungudal og var
tjaldað á bakkanum við Tunguá, einmitt á þeim stað, sem
Valhöll stendur nú.
Þann 23. júní fór
félagið í útilegu inn
í Reykjanes, og er
það fyrsta stór-úti-
lega fálagsins. 27.
júli var lagt af stað
í Glámuför, og tóku
11 skátar þátt í
henni. Var það erfið,
en þó skemmtileg
ferð. Tók ferðin 50
Fáninn hylltur tíma, en þar af voru
skátarnir á göngu i
21 tíma. Alls voru farnar 9 útilegur um sumarið.
1 lok júlímánaðar kom Davið Sch. Thorsteinsson hingað
til bæjarins. Bauðst hann til að kenna þeim hjálp í viðlögum,
og var það þegið með þökkum.
Nýir skátar bættust nú brátt í hópinn og hinn 5. ágúst var
stofnaður nýr flokkur, sem hlaut nafnið „Hirtir,“ en flokks-
foringi hans var skipaður Magnús B. Magnússon.
Hinn 11. september um haustið hélt félagið, ásarnt kven-
skátunum, skemmtun í Templarahúsinu, og tókst liún mjög
vel.
U
AFMÆLISRIT EINIIERJA