Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 17
1929
Hinn 18. janúar hófst námskeið i hjálp i viðlögum, og
annaðist Kristján læknir Sveinsson kennsluna. Æfingar voru
haldnar vikulega, þar til í lok febrúar.
Hinn 1. marz hélt félagið skemmtun, ásamt Valkyrjum, í
Bíó-húsinu. Húsfyllir var, og var nettóhagnaður af skemmt-
uninni 277,20 krónur.
Aðalfundur félags-
ins var haldinn 3.
marz. Á fundinum
var stofnaður fjórði
flokkurinn, og hlaut
hann nafnið „Valir,“
og var flokksforingi
hans Karl Björns-
son. Á fundinum var
mikið rætt um hús-
liyggingu í Tungudal
og undirbúningur
þegar hafinn.
Þann 4. marz kom Sigurður Ágústsson, skátaforingi frá
Reykjavík, hingað á vegum B. 1. S., og kenndi hann hér undir
2. og 1. fl. próf.
Sunnudaginn 21. apríl 1929 var stofnuð ylfingasveit í fé-
laginu. Sveitarforingi, Gunnar Andrew, var Akela fyrst í stað,
en skömmu seinna tóku kvenskátaforingjarnir: Auróra Hall-
dórsdóttir og Unnur Gísladóttir, við foringj astörfum í ylfinga-
sveitinni.
Stofnendur ylfingasveitarinnar voru:
Gunnlaugur Pálsson Bolli Gunnarsson
Kristján Edwald Jósep Gunnarsson
Magnús Guðmundsson Hörður Ólafsson,
en á næstu æfingum bættust fleiri í hópinn, og varð ylfinga-
sveitin brátt mjög öflug.
Fyrstu ylfingarnir.
AFMÆLISRIT EINHERJA
15