Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 19
Luton 1 Bedfordshire, þar sem skátamir dvöldust, sem gestir
skátanna þar, í eina viku, í bezta yfirlæti. Síðan dvöldu skát-
arnir tvo daga í heimsborginni London, en síðan var haldið
til Hull og heim.
Vetrarstarfsemin
hófst um miðjan októ-
ber, og voru þessir
skipaðir flokksforingj-
ar: Kjartan Ólafsson,
h j á B j örnum, Ágúst
Leós hjá örnum, Jó-
hann Eiriksson hj á
Hjörtum, Halldór
Magnússon hjá Völum
og Áskell Kjerúlf hjá
Þröstum.
Skömmu seinna urðu nokkrar breytingar á flokkaskipan-
inni, nöfnum flokkanna breytt og Þrastaflokkurinn lagður
niður og var flokkskipanin því þannig: 1. fl. Hrafnar, 2. fl.
Ernir, 3. fl. Smyrlar og 4. fl. Valir. Flokksforingj ar voru
Kjartan Ólafsson, Ágúst Leós., Eggert Ólafsson og Halldór
Magnússon.
Um áramótin gáfu sjóskátar frá Skotlandi félaginu fagran
arin, til að hafa í Valhöll.
1930
Hinn 7. febrúar hélt félagið almenna skemmtun i Þing-
húsinu, gekk hún mjög vel og voru allir mjög ánægðir, bæði
áhorfendur og skátar. Var það almanna rómur, að þetta væri
albezta skemmtun, sem hér hefði verið haldinn um mörg
ár, og jafnvel betri en skátaskemmtunin árið áður. Ágóði var
um kr. 460,00. Var það meiri hagnaður, en verið hafði af
nokkurri skennntun hér í bæ.
AFMÆLISRIT EINHERJA
17