Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 20
Aðalfundur félagsins var haldinn 15. febr. og gaf svf. þar
skýrslu yfir starfsemina árið á undan.
Afmælisfagnaður félagsins var haldinn i Templarahúsinu
1. marz. Var öllum Valkyrjuni boðið þangað, og skemmtu
menn sér að sjálfsögðu vel. Þar fór fram keppni i ýmsum
skátaíþróttum, en verðlaunin vorn skáta-teppi, sem Sigurjón
á Álafossi liafði gefið félaginu til slíkrar keppni. Teppið hlaut
Erling Hestnes. 1 marz var stofnaður nýr flokkur, og hlaut
liann nafnið „Skarfar,“ og var flokksforingi hans Áskell
Kjerúlf.
Um sumarið var lokið allri smíði við Valhöll og hinn 21.
ágúst var öllum bæjarl)úum gefinn kostur á að skoða húsið,
og þekktust margir það boð.
I septemher gáfu Einherjar út myndarlegt blað, sem hét
Varðeldar, og seldist það mjög vel hér, sem og annars staðar
á landinu.
Vetrarstarfsemin hófst með fullu fjöri i byrjun septemher
og var félaginu þá skipt í tvær sveitir, auk ylfingasveitar.
Deildarforingi var Gunnar Andrew. Foringi 1. sveitar var
Ágúst Leós., en 2. sveitar Kjartan Ólafsson. Þrír flokkar voru
í hvorri sveit. Flokksforingjar voru: Erling Hestnes,
Pétur Þórarinsson og Halldór Magnússon í 1. sveit, en Guðm-
undur Jóliannesson, Baldur Eiríksson og Jónas Magnússon
í 2. sveit.
Hinn 23. nóvember héldu Einherjar hlutaveltu. „Gekk salan
heldur dræmt, vegna fjárskorts manna almennt, og varð á
miðjum tíma að lækka dráttinn um helming, í 25 aura,“ eins
og segir í gjörðaliók félagsins.
1931
Aðalfundur félagsins var haldinn 18. janúar í Fimleika-
húsinu. Gunnar Andrew var endurkjörinn df. Skömmu eftir
áramótin rættist mjög úr húsnæðisvandræðum félagsins, en
18
AFMÆLISRIT EINHERJA