Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 21
til þessa hefir félagið verið á hrakhólum með húsnæði fyrir
fundi sína, en nú var tekið á leigu herbergi í hinu nýja húsi
Bárðar Tómassonar, en þar var aðal-fundarstaður félagsins
um tíu ára skeið.
Um líkt leyti luku fyrstu skátarnir 1. flokks prófi, en það
voru þeir Ágúst Leós, Halldór Magnússon og Kjartan Ólafs-
son.
Þann 19. apríl hélt félagið fjölbreytta
skemmtun í Templarahúsinu og hlaut hún
mjög góðar undirtektir áhorfenda og gaf
félaginu góðar tekjur
Eftir áramótin var mjög mikið um skíða-
og skautaferðir og útilegur, og luku margir
skátar sérprófi í Vetraríþróttum. Ágúst Leós. og
t,t . u-í i ' • i i -'i Halldór Magnússon
Með vorinu hoíst jimskonar lijalpar-
starfsemi m. a. var unnið við garðinn í kring um Elliheimilið.
Þá sáu Einherjar, ásamt Valkyrjum, um hátíðahöldin 17. júní
og girðingin umhverfis kirkj ugarðinn var máluð. Þann 29.
júní fóru þeir Halldór Magnúss. og Ágúst Leós. utan, og sóttu
skátamót Norðurlanda, sem Iialdið var í KuIIen í Svíþjóð,
og um haustið voru farnar tvær ferðir til Flateyrar. Var þá
farið gangandi upp úr Tungudal og gengið báðar leiðir, því
að hilvegur var þá ekki kominn.
Vetrarstarfsemin hófst í septemberbyrjun með námskeiði í
hjálp í viðlögum, en kennari var E. Kjerúlf, læknir. Sveita-
foringjar voru: Ágúst Leós og Halldór Magnússon, en flokks-
foringjar: Halldór Magnússon, Erling Hestnes, Sigurður
Ólafsson og Jónas Magnússon. Einnig fóru nokkrir skátar í
„Sérprófaútilegu“ og voru tekin 11 sérpróf í útilegunni, og
eru þá tveir skátar orðnir skjaldsveinar, þeir Ágúst Leós. og
Halldór Magnússon.
I nóvember var unnið við raflýsingu Valhallar. Eyjólfur
Leós. gaf félaginu mótorvél, sem notuð var til raflýsingar.
AFMÆLISRIT EINHERJA
19