Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 22
1932
Aðalfundur félagsins var haldinn í janúar. Á aðalfundinum
var mikið rætt um hinn mikla kostnað við útilegurnar, og
hvaða ráð væru heppilegust, til að færa hann niður, og voru
mjög skiptar skoðanir um það. Mikið var tekið af prófum í
febrúar, m. a. var haldinn prófdagur þann 21. febr. og voru
þá tekin 29 próf.
Afmælisfagnaður félagsins var haldinn í Fimleikahúsinu
þann 28. febrúar. Hafði hann verið vel og skipulega undir-
búinn. Afmælishóf þetta sátu allir foreldrar skátanna og
nokkrir fleiri. 1 þessu hófi fór fram keppni í ýmsum skáta-
íþróttum og voru veitt þrenn verðlaun, bakpoki, lyfjakassi og
vasaljós. Verðlaunin hlutu Halldór Magnússon, Sigurður J.
Þórólfs og Karl Sveinsson. Félaginu barst fjöldi góðra gjafa.
Á sumardaginn fyrsta
fór fram sldðakapp-
ganga við Valhöll. tJr-
slit urðu þau, að fyrstur
varð Jónas Magnússon,
en tveir síðustu voru
þeir Sigurður J. Þór-
ólfs og Magnús Krist-
j ánsson, sem síðar urðu
báðir Sldðakappar
Vestfjarða, og sannast
þar, að enginn er smið-
ur í fyrsta sinn.
1 lok maí hélt félagið fjölbreytta skemmtun til fjáröflunar
fyrir félagið.
Allmikið var um ferðalög um sumarið og var m. a. farið í
tveggja sólarhringa för til Dýrafjarðar. Var gengið upp á
Nónhnúk og farið niður í Korpudal. Síðan var farið yfir
Hestfjall og fyrir botn Hestdals, en síðan í skarð eitt, sem er
Frá skíðakeppni við Valhöll
sumardaginn fyrsta
20
AFMÆLISRIT EINHERJA