Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 23
upp af Lambadal í Dýrafirði. Þaðan var svo haldið niður i
Hjarðardal og niður að Höfða. Heimleiðis var farið yfir
heiðar. Þá var og farið i útilegu inn í Kaldalón. Var ætlunin að
ganga á Drangajökul, en jökulgöngunni var frestað vegna
veðurs.
Mikið var unnið við Valhöll um sumarið og m. a. gerð mik-
il uppfylling fyrir neðan Valhöll, „Mannvirkið," eins og það
var kallað venjulega.
Vetrarstarfið hófst í byrjun október og voru þessir for-
ingjar: Sveitaforingi Ágúst Leós en flokksforingjar: Halldór
Magnússon, Jónas Magnússon, Sigurður Baldvinsson, Sigurð-
ur Ólafsson og Erling Hestnes. Ylfingaforingi var Högni
Jónsson.
Þann 9. nóvember lauk Ágúst Leós við sitt 12. sérpróf, og
er hann þar með orðinn riddari, sá fyrsti á Islandi.
1933
Aðalfundur félagsins var haldinn i Fimleikahúsinu þann
8. janúar. Deildarforingi var kjörinn Gunnar Andrew, gjald-
keri Ágúst Leós., ritari Haraldur Ólafsson, en hann gekk í
félagið á þessum fundi og skálaverðir Sigurður J. Þóróll's
og Erling Hestnes. Á fundinum voru tveir stofnendanna,
Kjartan Ólafsson og Viggó Jessen, gerðir heiðursfélagar. Á
fundinum var mikið rætt um byggingu æfingahúss, Grenis,
en fundarstaður félagsins hefur ávallt verið nefndur Greni.
1 janúar var haldið námskeið í hjálp i viðlögum. Einnig
var þá stofnaður Jamboree flokkur, en í honum voru þcir
skátar, sem ætluðu að fara á Jamboree í Ungverjalandi um
sumarið.
I febrúar hófst söngkennsla á vegum félagsins, og var Jónas
Tómasson, tónskáld, kennari.
Einherjar gengu með lista um bæinn i 5 daga og söfnuðu
590 nýjum meðlimum i Slysavarnafélagið.
Hinn 19. febrúar fór fram skíðakeppni við Valhöll, og lauk
AFMÆLISRIT EINHERJA
21