Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 27
inn Gunnar Andrew, ritari Haraldur Ólafsson, gjaldkeri Ágúst
Leós., og skálaverðir, Bolli Gunnarsson og Magnús Kristjáns-
son. Á fundinum var samþykkt að gera þá Leif Guðmundsson
og Henrik W. Ágústsson að heiðursfélögum.
1 janúar varð Halldór Magnússon svf. skáta, en liann hafði
áður verið aðst. svf. Um sama leyti tók Bolli Gunnarsson við
stjórn ylfinga, en i marz tók Sigurður J. Þórólfs við stjórn
þeirra.
Uiii páskana
var útilega í
Valhöll og tóku
fjölmargir Ein-
herjar þátt í
henni. Þann 8.
apríl fór fram
skíðakeppni
við Valhöll.
Lauk henni
með sigri Arna,
en fyrstur varð
Magnús Krist-
jánsson. Margir Einherjar tóku þátt í skíðanámskeiði, sem
lialdið var á Selj arlandsdal í apríl, en í lok námskeiðsins
var keppt um Sldðagönguhorn, sem Sigurður J. Þórólfs vann.
Námskeið í hjálp í viðlögum fór fram seinni part vetrar.
1 maí fór fram flokkakeppni, all nýstárleg og frumleg, og
lauk henni með sigri Spóa. Er þetta í fyrsta sinn, sem sá
flokkur skarar fram úr, en flf. var Hjálmar B. Bárðarsson.
Eins og um er getið hér að framan, höfðu Einherjar boðið
nokkrum norskum skátum frá bænum Hamri í Noregi, að
koma hingað til lands í sumar. Þann 9. júlí komu þeir til
Reykjavíkur og lögðu af stað vestur með togaranum Sindra ~
daginn eftir. Fóru nokkrir Einherjar til móts við þá út í Djúp,
AFMÆLISRIT EINHERJA
25