Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 29
menn í lauginni, og höfðu Norðmenn þar með fengið nauð-
synlegustu kynni af íslenzkum mótsetningum: Jöklum og
jarðhita.“ Daginn eftir að komið var til Isafjarðar var haldið
kveðj usamsæti að Uppsölum, en um kvöldið var dansleikur
og foreldrakvöld. Kvöldið, sem norsku skátarnir héldu burt
frá Isafirði, var safnazt saman við Templarahúsið, og fluttu
Gunnar Andrew þar ræðu, þakkaði norsku skátunum fyrir
ógleymanlegar samverustundir og gerði foringja norsku skát-
anna þá: Ole Eger, Knut Korsvold og Arvið östby heiðurs-
félaga Einherja með því að afhenda þeim klúta okkar og
íslenzka skátalilju. Þá flutti Korsvold stutta, en eftirmynni-
lega ræðu og þakkaði hverjum skáta samveruna, en síðan
var sungið „Spejderbror her er min Haand.“
I september hélt félagið hlutaveltu og gekk hún sæmilega
vel og gaf félaginu nokkrar tekjur. Eins og venjulega hófst
s vetrarstarfsemin í októberbyrjun. Sv. for. var Halldór Magn-
ússon, en flokksforingj ar þeir: Böðvar Sveinbjarnarsson,
Magnús Kristjánsson, Hjálmar Bárðarson, Pétur Sigurgeirs-
son og Bolli Gunnarsson.
Fyrir jólin unnu skátarnir að skreytingu á stofum Sjúkra-
hússins og skemmtu á Elliheimilinu á jólunum.
Á jólunum afhenti Ágúst Leós. félaginu forkunnar fagran
silfurbikar, til keppni milli flokka í félaginu. Var bikarinn
nefndur „Riddarabikarinn,“ þar sem Ágúst var fyrsti riddar-
inn á Islandi.
1935
Aðalfundur félagsins var haldinn 16. janúar. Gunnar
Andrew var áfram df. Ágúst Leós., gjaldkeri, Haraldur
Ólafsson, ritari. Rs. for. var Sigurður Baldvinsson og skála-
vörður Magnús Kristjánsson. Starfsemin gekk sinn venjulega
gang út janúarmánuð.
1 febrúar fóru þeir Ágúst Leós. og Sigurður J. Þórólfs til
AFMÆLISIUT EINHERJA
27