Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 31
ússon og Gunnar Andrew, ásamt fjórum skátum frá Reykja-
vík, um Hornstrandir. Fengu þeir hið versta veður, rigningu
og þoku, en skemmtu sér þó ágætlega. Farið var á bát til
Hesteyrar. Þaðan var svo haldið til Kj aransvikur. Frá
Kjaransvik var farið að Rekavík bak Höfn, þaðan að Látra-
vík, þá í Furufjörð, síðan yfir í Kjós og þaðan loks í Unaðs-
dal og yfir í Reykjanes og heim.
Mikill óhugi
var meðal félags-
manna fyrir kaj-
akka ferðum um
þessar mundir og
í ágústmánuði
fóru þeir þrem-
eningarnir, Hall-
dór Magnússon,
Gunnlaugur Páls-
son og Hj áhnar
Rárðarson, á ka-
jökkum inn í
Reykjanes. Á leið
inni inn eftir
hrepptu þeir hið versta veður, og voru þeir um þrjá daga á
'eiðinni með viðkomum. Þeir dvöldu um tíma í Reykjanesi
og fóru þaðan í smáferðir, en komu heim með Djúpbátnum.
Til Súgandafjarðar fóru 12 skátar í útilegu seinnipartinn
í ágúst.
1 ágúshnánuði fór fram kajakkeppni, og tóku fimm skátar
þátt í henni af níu keppendum. Skátafélagið sá um mótið að
öllu leyti á vegum I.R.V.F.
Um mánaðarmótin ágúst-september fóru 8 skátar yfir svo
nefnda Grímsdalsheiði og að Flateyri. Er þetta hinn mesti
trölla vegur, en veður var mj ög gott og gekk ferðin vel.
I byrjun september fóru margir skátar i útilegu inn í
AFMÆLISRIT EINHERJA
29