Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 32
Tungudal og var unnið að ýmsum endurbótum á Valhöll, m.a.
var húsið allt pappalagt.
Um haustið unnu allmargir skátar i flokkum við liinn nýj a
skíðaveg.
1 október var haldið matreiðslunámskeið í Templarahúsinu
og tóku 12 skátar þátt í því. Starfað var í tveim flokkum.
Vetrarstarfsemin hófst
strax í byrjun október.
Böðvar Sveinbj.son var fl.
for. Vala, Gísli B. Kristjáns-
son fl. for. Arna, Magnús
Baldvinsson fl. for. Spóa,
Pétur Sigurgeirsson fl. for.
Hrafna og Jónas Magnússon
fl. for. Þrasta.. 1 örnum og
Hröfnum voru eingöngu
skátar, sem stunduðu nám
við Gagnfræðaskólann.
Sveitarforingi var Sigurður Baldvinsson, sem tók við af
Halldóri Magnússyni, sem var önnum kafinn við nám, og
gat því ekki tekið þátt í störfum nema að litlu léyti. B.S. skát-
ar voru tíu, héldu þeir fundi tvisvar í mánuði og skemmtu
börnunum á sjúkrahúsinu á hverjum sunnudegi frá kl. 6—7.
Ylfingaforingi var Sigurður J. Þórólfs.
1 nóvember söfnuðu skátar fötum og peningum iyrir vetrar-
hjálpina. Fyrir jólin var unnið að skreytingu á Sjúkrahúsinu,
en á annan dag jóla skemmtu skátar með söng og hljóðfæra-
slætti á Sj úkrahúsinu.
1936
1 byrjun janúar var stofnaður nýr nýliðaflokkur og var
Rich. P. Theódórsson fl. for. Hlaut hann nafnið „Svanir.“
Þann 24. janúar hélt félagið skemmtun í Alþýðulnisinu og
30
AFMÆLISRIT EINHERJA