Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 35
Um kvöldið gerði úrhellis rigningu, svo að ekki varð öllum
svefnsamt um nóttina, en þeir, sem sofnuðu, vöknuðu „ á
sundi“ um morguninn, þar sem stanzlaus rigning hélzt alla
nóttina. Var því ákveðið að slíta mótinu, og voru tjöldin þegar
tekin niður og var haldið heimleiðis upp úr hádeginu. Allir,
sem á mótinu voru, skemmtu sér samt mjög vel, þrátt fyrir
óhagstætt veður.
Vetrarstarfsemin hófst í byrjun október með 4 flokkum,
og voru flokksforingjar þeir sömu og árið áður, nema hvað
ísak Sigurgeirsson varð fl. for. Hrafna í stað Péturs Sigur-
geirssonar. Sv. for. var Sigurður Baldvinsson.
Flokkarnir voru aðeins fjórir, þar sem mjög margir skátar
fóru úr bænum til framhaldsnúms við sltóla annars staðar.
Otilegur og skiðaferðir voru nokkrar fyrir áramót, og segir
svo i bókum félagsins: „Otilegur og skíðafarir hafa verið
nokkrar en annars eru smærri drengirnir ekki byrjaðir fyrir
alvöru að fara á skiðum enn, og hyrja yfirleitt ekki fyrr en
dag fer að lengja aftur, eftir áramót. Hefur þctta verið svo
undanfarið. Samt hafa skátar og þá sérstaklega eldri skátarn-
ir stundað allvel skíðaferðir þótt enn vilji bera á þeirri spill-
ingu að einn dansleikur geti eyðilagt ágæta sldðaför. En það
lýsir átakanlega afvegaleiddu mati á verðmætum.“
Fyrir jólin var unnið mikið við skreytingu á sjúkrahúsinu,
eins og undanfarin ár.
1937
Nokkrir Einherjar, sem stunda nám í Reykjavík, stofnuðu
með sér flokk. Flokkurinn hlaut nafnið „Svanir,“ en stofn-
endur hans voru: Hjálmar R. Bárðarson, sem var fl. for.,
Sveinn Elíasson, Einar Ingvarsson, Rich. P. Theódórsson og
Hafsteinn 0. Hannesson.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Gagnfræðaskólanum
27. janúar. Starfsmenn voru allir endurkosnir: Gjaldkeri
Ágúst Leós., ritari Tryggvi Þorsteinsson og skálavörður Gísli
AFMÆLISRIT EINHERJA
33