Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 37
2. skátamót Vestfjarða var haldið í Botni í Dýrafirði,
dagana 9.—12. júlí. Mótið sóttu 42 skátar frá fjórum skáta-
félögum á Vestfjörðum, Einherjum, Glaðherjum, Ctherjum
og Framherjum. Einherjarnir fóru gangandi yfir Breiðadals-
heiði, þar sem heiðin var ekki orðin fær bílum vegna snjóa,
en í Breiðadal beið þeirra bíll, sem flutti þá vestur að Gemlu-
falli. Um kvöldið var haldið inn i Botn, en það er um tveggja
tíma leið á ganggóðum bát. Mót þetta var ólíkt Vatnadals-
mótinu að þvi leyti, að
glaðasólskin var allan
tímann , sem mótið stóð,
og varð mótið því hið
ánægjulegasta í alla staði.
Á sunnudaginn kom
f j öldi Þingeyringa i heim-
sókn, var þeim gefið kaffi
og skemmt með söng og
ýmsum skátaleikjum. Á
mánudaginn var tjald-
búðin felld og haldið út
að Þingeyri, en þar hélt
hreppsnefndin öllum
þátttakendunum veizlu.
Vetrarstarfsemin liófst í byrjun október. Sigurður Baldvins-
son var áfram sveitaforingi. Flokksforingjar voru: Kristinn
Gunnarsson, sem var settur fl. for. Vala í stað Böðvars Svein-
hjarnarsonar, sem fluttist í B. S., Gísli B. Kristjánsson fl. for.
Arna, Tómas Árni Jónasson fl. for. Spóa og Magnús Baldvins-
son fl. for. Hrafna. Einnig starfaði skátaflokkur í Beykjavik
undir stjórn Hjálmars B. Bárðarsonar. Ylfingafor. var Tómas
Arni Jónasson.
Þann 24. október hélt félagið fjölbreytta skemmtun, og
var hún endurtekin nokkru seinna. Þann 1. nóvember hafði
Máltíð á skátamótinu í
Botni í Dýrafirði.
AFMÆLISRIT EINHERJA
35