Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 38
félagið blysför um bæinn og á 3. i jólum hélt félagið skemmti-
fund i Templarahúsinu.
1938
Aðalfundur félagsins var haldinn i Barnaskólanum 26. jan.
Jónas Magnússon var kosinn ritari, Ágúst Leós. gjaldkeri,
Daníel Sigmundsson Grenisvörður og Gísli B. Kristjánsson
skálavörður. Gunnar Andrew var deildarforingi og Tryggvi
Þorsteinsson B.S. foringi.
Eftir áramótin stofnuðu þeir Pétur Sigurgeirsson, Sigurður
Sigurgeirsson og Hörður Helgason, skátaflokk á Akureyri,
en þeir stunduðu þá nám á Akureyri.
Félagið minntist 10 ára afmælis síns með fjölmennu hófi i
Templarahúsinu þann 26. febrúar. Hófst skemmtunin með
sameiginlegu borðhaldi, en undir borðum flutti df. Gunnar
Andrew minni í elagsins. Að því loknu sæmdi hann fyrir hönd
B.l.S. Ágúst Leós., Þórshamrinum. Síðan hófust skemmtiat-
riði, og kom hver flokkur fram með tvö til þrjú skemmtiatriði.
Salurinn var allur skreyttur myndum úr sögu félagsins. Þegar
borð höfðu verið upp tekin hófst varðeldur. Félaginu barst
fjöldi góðra gjafa
Einlierjar á Thulemótinu
1938
Sex Einherj ar, Sigurður
Baldvinsson, Magnús og
Gísli B. Kristj ánssynir, Sig-
urður Jónsson, Halldór
Magnússon og Bolli Gunn-
arsson, tóku þátt í Thule-
mótinu i Hveradölum.
Magnús Krist j ánsson tók
einnig þátt í Landsmóti
skiðamanna á Siglufirði og
sigraði glæsilega í 18 km.
göngu. — Þrír Einherjar
36
AFMÆLISRIT EINHERJA