Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 39
lóku þátt í Fossavatnshlaupinu. Magnús Kristjánsson var
fyrstur og Gísli bróðir hans varð nr. 2.
1 april og maí var rætt um að leita samvinnu við barna-
verndarnefnd um byggingu æfingahúss i sambyggingu við
væntanlegt dagheimili fyrir
börn. Margir voru eindreg-
ið á móti þessu, þar sem þeir
töldu heppilegra, að félagið
byggði sjálfstætt. Að lokum
var þetta þó samþykkt og
var kosin þriggja manna
undirbúningsnefnd, og áttu
þessir sæti i henni: Daniel
Sigmundsson, Ágúst Leós.,
og Gunnar Andrew. Vinna við bygginguna. hófst strax um
vorið, og sóttist verkið mjög vel. Fékk félagið þarna tvö
rúmgóð herbergi og afnot af salnum.
Þann 8. maí fór fram innanfélagskeppni á skíðum við Val-
böll. Var keppni þessi einn liður i Riddarabikarskeppninni, og
laulc henni með sigri Spóa, en fyrstur varð Gísli B. Kristjáns-
son. Höfðu Spóar þar með unnið Riddarabikarinn í annað
sinn i röð, en fl. for. Spóa var Tómas Árni Jónasson.
1 tilefni 25 ára af-
mælis skátafélagsins
Væringjar i Reykja-
vik, var haldið
landsmót skáta á
Þingvöllum, og tóku
12 Einherj ar þátt
í því. Mót þetta
sóttu um 300 skátar,
þar af 37 útlendir
skátar frá átta þjóð-
um. Mótið var sett
Einherjar á Landsmóti skáta á
Þingvöllum 1938
AFMÆLISRIT EINHERJA
37