Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 40
5. júlí og stóð í 5 daga., eða til 11. júlí. Veður var eitthvað það
yndislegasta, sem hœgt er að hugsa sér, og naut fegurð Þing-
valla sín sérstaklega vel. Farnar vöru nokkrar stuttar ferðir
um Þingvöll, skoðaðir sögustaðir og gjárnar o. fl. Einn daginn
var svo farið í stór ferðalög, fór einn flokkurinn á Þórisjökul,
annar á Botnssúlur og þriðji á Ánnannsfell. Einherjarnir fóru
ídlir á Botnssúlur.
11. júlí var síðan lagt af stað upp að Gullfossi og Hvítár-
vatni. Var tjaldað á ár-
bakka við Hvítárvatn, og
sofið um nóttina lengst
inni á öræfum Islands,
uppi við rætur jöklanna.
Daginn eftir var farið inn
að Geysi, og gaus hann
einu af sínum tignarlegri
gosum. I Þrastalundi var
drukkið kaffi og skoðuð
rafstöðin við Ljósafoss,
en að kvöldi þess dags
var komið til Reykjavík-
ur, og daginn eftir var
farið um Reykjavík og
ýms söfn og byggingar
Hlið Einlierja á Laads-
móti skáta 1938
skoðaðar. Að kvöldi þess 13. júlí var mótinu slitið með sam-
sæti að Hótel Borg.
Skátar aðstoðuðu við móttöku krónprins-hjónanna þann 21.
júlí og stóðu heiðursvörð á hryggj unni.
Vetrarstarfsemin liófst í byrjun október með fjórum flokk-
um í skátasveit. Fl. for. voru: Sigurður Jónsson fl. for. Vala,
Gísli B. Kristjánsson fl. for. Arna, Tómas Árni Jónasson fl.
for. Spóa og Magnús Baldvinsson fl. for. Hrafna, en hann var
einnig ylí'ingaforingi. Sveitarfor. var Sigurður Baldvinsson.
38
AFMÆLISRIT EINHERJA