Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 43
Vala. Finnbjörn Þorvaldsson fl. for. Arna, Högni Þórðarson
fl. for. Spóa og Ásgeir Einarsson fl. for. Hrafna.
1940
Aðalfundnr félagsins var haldinn í Gagnfræðaskólanum
þann 30. janúar. Gunnar Andrew var df. og Ágúst Leós.
R. S. foringi. Gjaldkeri var kosinn Ágúst Leós., ritari Sveinn
Elíasson og skálavörður Gísli B. Kristjánsson.
Félagið minntist 12 ára afmælis síns með fjölmennu hófi
29. febrúar og sá R. S. flokkurinn um það.
1 marzmánuði var haldið hrað-námskeið í hjálp í viðlögum,
og sá R. S. flokkurinn um kennsluna.
1 marzhyrj un fór Ásgeir Einarsson úr bænum til skólanáms,
og tók Magnús Baldvinsson þá við stjórn Hrafna. Seinna i
mánuðinum fór Högni Þórðarson til skólanáms á Akureyri,
og tók Haukur Þ. Benediktsson þá við stjórn Spóa.
Magnús Kristjánsson tók þátt í Thulemótinu, sem fram fór
í Hveradölum 16.—17. marz. Varð hann annar i 18 km. göngu
í A-flokki, nr. 6 í svigi í A-flokki og nr. 5 í stökki í B-flokki.
Landsmót skíðamanna var háð á Akureyri 21.—25. marz,
og tóku 6 Einherjar þátt í mótinu. Magnús Kristjánsson
sigraði glæsilega í 18 km göngu í A-flokki, en Gísli Kristjáns-
son varð nr. 4. 1 B-flokki sigraði Sigurður Jónsson glæsilega,
en Sveinhjörn Kristjánsson varð nr. 5. Þessi sveit sigraði í
flokkakeppni í 18 km. göngu , en það er í einasta skipti, sem
Isfirðingar hafa átt 1. sveit á landsmóti skíðamanna.
Magnús Konráðsson varð 5. í 15 km. göngu 17—19 ára.
Skiðamót Vestfjarða fór fram síðari hluta aprílmánaðar
og sendu Einherjar þátttakendur í alla flokka mótsins og áttu
17 keppendur af 43.
Mótið hófst með drengjakeppni í svigi. Sveit Einherja bar
sigur úr bítum. Sveitina skipuðu Sveinbjörn Sveinbj ömsson,
sem varð nr. 3, Magnús Kristj ánsson, yngri, nr. 4, Finnbjörn
Þorvaldsson og Mogens O. Juul.
4Í
AFMÆLISRIT EINHERJA