Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 44
1. Sveit í 18 km. göngu á Landsmóti skiðamanna 1940. Sveinbjörn
Kristjánsson, Gísli B. Kristjánsson, Sigurður Jónsson og Magnús Krist-
jánsson. Sitjandi Tryggvi Þorsteinsson, fararstjóri.
1 stökkkeppni drengja 13—15 ára voru 7 keppendur, og
voru þeir allir frá Einherjum, nema einn. Fyrstur varð Finn-
björn Þorvaldsson, annar Jónas Ilelgason, Sveinbj. Svein-
björnsson varð nr. 4 og Magnús Kristj ánsson, yngri, nr. 5.
Sigraði sú sveit.
1 10 km. göngu karla 17—19 ára áttu Einherjar 2 keppend-
ur. Kristján Guðmundsson varð nr. 4 og í 5—6 km. göngu
drengja 13—15 ára áttu Einherjar 6 keppendur. Sveit Ein-
lierja varð nr. 2.
Á sumardaginn fyrsta, 26. apríl, var keppt í bruni karla.
Þrír fyrstu voru Einherjarnir: Gísli B. Kristjánsson, Magnús
Kristjánsson og Sigurður Jónsson, en fjórði maður sveitarinn-
ar, Sveinbjörn Kristjánsson, varð nr. 5. Var tími sveitarinnar
1 mínútu betri en næstu sveitar.
1 svigkeppninni áttu Einherjar einnig átta keppendur og
fjóra fyrstu menn: Magnús Kristjánsson, Gísla B. Kristjáns-
42
AFMÆLISRIT EINHERJA