Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 45
son, Sigurð Jónsson og Pál Jörundsson. Var sú sveit tæpum
4 mínútum á undan næstu sveit.
1 stökki karla áttu Einherjar 6 fyrstu menn, en fyrstir voru:
Magnús Kristj ánsson, Sigurður Jónsson, Gísli Br. Jónsson og
Páll Jörundsson.
Síðasta keppni mótsins var 18 km. ganga, sem fram fór
])ann 28. apríl. Sveit Einherja sigraði glæsilega, en í sveitinni
voru: Gísli B. Kristjánsson nr. 1, Magnús Kristjánsson nr. 2,
Sveinhjörn Kristjánsson nr. 4 og Sigurður Jónsson nr. 5.
Höfðu Einherjar þá sigrað í öllum sveitakeppnum á mótinu,
nema einni.
Riddarahikarskeppnin fór fram um svipað leyti og Skíða-
mót Vestfjarða, og lauk henni með sigri 2. flokks Ai-na, en fl.
for. Arna var Finnbjörn Þorvaldsson.
Eftir þessa glæsilegu sigra, hæði á landsmótinu og Vest-
fjarðamótinu, fer að draga mjög mikið úr starfsemi félagsins,
og olli því að miklu lejdi hin mikla atvinna, sem skapaðist í
byrjun síðari heimsstyrj aldarinnar, og varð til þess, að margir
af beztu skátunum hættu að geta starfað nokkuð. Sumarstarf-
semin var lítil sem engin og starfsemi var einnig fremur
lítil um haustið, og var aðeins haldinn einn foringj aráðs-
fundur en enginn sveitai’fundur. Fundarsókn var fremur góð
hjá þeim, sem gátu sótt fundi. Sex útilegur voru farnar og
sömuleiðis voru farnar margar slcíðaferðir.
Fyrir jólin skreyttu skátar sjúkrastofur Sjúkrahússins og
skemmtu sjúklingum á jólunum, með söng og hljóðfæraslætti.
1941
Aðalfundur var haldinn í Greninu 24. janúar, og voru að-
eins mættir á fundinum 11 skátar og 17 ylfingar.
Gunnar Andrew var kosinn deildarforingi, Gísli B. Krist-
iánsson var kosinn sveitarforingi og Magnús Baldvinsson
ylfingaforingi. R. S. foringi var Ágúst Leós., Sveinn Elíasson
AFMÆLISRIT EINHERJA
43