Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 46
var kosinn ritari, Ágúst Leós. gjaldkeri og Magnús Baldvins-
son Grenis- og skálavörður.
Eftir aðalfundinn lognast starfsemi félagsins alveg útaf og
heldur R. S. flokkurinn aðeins einn fund eftir það.
Á fimmtugsafmæli Gunnars Andrew, hinn 21. april færði
R. S. flokkurinn honum að gjöf Islenzk-danska orðabók eftir
Sigfús Blöndal.
Þann 9. nóv. boðaði R.S.-flokkurinn til fundar í kjallara Al-
þýðuhússins, og voru mættir á þeim fundi 12 R.S. skátar.
I gjörðabólc R. S. flokksins segir svo:
„Ágúst.Leós. setti fundinn og byrjaði með þvi að lesa upp
úrsögn frá Gunnari Andrew deildarforingj a. Gaf fundarstjóri
Gunnari Andrew orðið og
talaði hann og gerði grein
fyrir sinni úrsögn.“ Síðan var
samþykkt með lófataki að
þakka fráfarandi deildarfor-
ingja hið mikla og giftudrjúga
hrautryðjandastarf hans, með
þvi að gera hann að heiðurs-
félaga.
Gunnar þakkaði með nokkr-
um orðum, og skrifaði síðan eftirfarandi kveðjuorð í fundar-
gerðabókina:
„ALLAR ENDURMINNINGAR MlNAR FRÁ SKÁTASTARFSEMINNI
ERU Á EINN VEG. YFIR ÞEIM ER GLAMPANDI SÓLSKIN OG HEIÐ-
RÍKJA, ÞAR BER HVERGI SKUGGA Á. ILL SKÖP VALDA BROTT-
FÖR MINNI. ÉG KVEÐ MEÐ INNILEGU ÞAKKLÆTI OG SÁRUM
SÖKNUÐI. GÓÐAR VÆTTIR GÆTI EINHERJA.“
Síðan var rætt um framtíðarstaríið, og voru allir fundar-
menn mjög bjartsýnir á, að félagið ætti bjartari daga fram-
undan. Síðan var kosin fimm manna nefnd, til að skipuleggja
skátastarfið. Þessir voru kosnir í nefndina: Hafsteinn O.
Hannesson, Böðvar Sveinbj arnarson og Sveinn Elíasson fyiúr
U
AFMÆLISRIT EINHERJA