Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 48
flokkarnir nú þrír: 1. fl. Valir fl. for. Gunnar Jónsson, 2. fl.
Ernir, fl. for. Jón Páll Halldórsson og 3. fl. Spóar fl. for. Páll
St. Guðmundsson. Þessir þrír flolckar störfuðu mjög vel og
einnig ylfingasveitin, sem starfaði undir öruggri forystu Sig-
urðar J. Þórólfs. Fyrir jólin skreyttu skátar Sjúkrahúsið og
skemmtu þar um jólin, einnig var nokkuð um aðra hjálpar-
starl'semi. Talsverð fjölgun var nú í félaginu.
1943
Vegna samkomubanns, sem sett var á um áramótin, féll
öll starfsemi í félaginu niður, þar til í febrúarlok.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Gagnfræðaskólanum 4.
marz. Skýrslur sveitarforingj a báru það með sér, að starf-
semin hefur farið ört vaxandi. Hafsteinn var endurkjörinn
sveitarforingi. Ritari Haraldur Ólafsson, fj ánnálaritari Jón
Páll Halldórsson og Grenis- og skálaverðir: Guðbjartur Finn-
bjarnarson, Gunnar Jónsson og Hilmar Ólafsson. Kosningu
gjaldkera var frestað, þar sem gjaldkerinn, Ágúst Leós., var
fjarverandi úr bænum.
1 tilefni 15 ára afmælis félagsins barst félaginu myndaspjald
af öllum meðlimum félagsins frá Haraldi Ólafssyni. Þá barst
félaginu fögur fálkastytta eftir Guðmund frá Miðdal frá
„gömlum Einherj um“ í Reykjavík. Sv. for. þakkaði báðar
þessar gjafir, sem eru mikill og fagur vottur um vinarhug
þessara góðu og tryggu skáta.
Skíðakeppni um Riddarabikarinn fór fram við Valhöll 21.
og 28. marz. Þann 21. marz var keppt í 5 km. göngu og lauk
keppninni með sigri Vala, en fyrstur varð Ingvar Jónasson.
Þann 28. marz var keppt í svigi og bruni og lauk keppninni
með sigri Spóa, en fyrstur varð Páll St. Guðmundsson.
Á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, gaf skátafélagið
Einherjar og skátar þeir, sem voru í Kaldalónsútilegunni 1934,
í nafni Einlierja, eitt þúsund krónur til Noregssöfnunarinnar.
46
AFMÆLISRIT EINHERJA