Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 51
ið með bát til Bíldudals og þaðan yfir til Hrafnseyrar. Þá var
gengið yfir Hrafnseyrarheiði, til Þingeyrar, farið með
Tóka yfir Djaafjörð og með bíl yfir Gemlufallsheiði, en geng-
ið síðasta spölinn
yfir Breiðadals-
heiði, og komið til
Isafjarðar 1. jiilí,
eftir 20 daga úti-
vist og skemmti-
lega og lærdóms-
ríka för.
Þann 10. júli
héldu landsmóts-
fararnir varðeld í
Einherjar á Landsmóti skóta á hólma í Tunguá.
Hreðavatni 1943. Við varðeldinn af-
henti Gunnar Andrew Haraldi Ólafssyni 10 ára heiðursmerki
B.l.S. (bláa lilju) og lieiðursskjal frá Einherjum, þar sem
hann er gerður heiðursfélagi Einherja, en Haraldur flutti til
Reykjavílcur í september. 1 kveðjuhófi, sem R.S. flokkurinn
hélt honum, áður en hann fór, afhenti hann félaginu að gjöf
fagurt málverk af varðeldi á Skátamótinu á Þingvöllum 1938.
Haraldur Ólafsson gekk í fé-
lagið á aðalfundi félagsins
árið 1933 og hefur starfað
óslitið síðan. Hann hcfur
safnað öllum þeim myndum,
sem hann hefur komizt yfir,
allt frá stofnun félagsins og
má þvi segja, að hann hafi
skráð sögu félagsins í mynd-
um, en það mun vera eins-
dæmi, að eitt félag eigi sögu
sína þannig skráða. Ævintýri á gönguför
AFMÆLISRIT EINHERJA
49