Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 52
Á sveitarfundi ylfinga 30. scpt. afhenti sv. for. Sigurði J.
Þórólfs 10 ára heiðursmerki B.I.S. (hláa lilju) fyrir frábær-
lega vel unnið starf í þágu félagsins, en hann hefur verið allra
manna lengst ylfingaforingi í félaginu, og lagt mikla alúð
við starf sitt, sem Akela.
Vetrarstarfsemi félagsins hófst um miðjan september. Df.
og sv. for. ylfinga var Haf-
steinn 0. Hannesson, en sv. for.
skóta Ingvar Jónasson. Flokks-
foringjar voru: Gunnar Jóns-
son fl. for. Vala, Jón Páll Hall-
dórsson fl. for. Arna, Guð-
bjartur Finnbjarnarson, fl.
for. Spóa og Isak J. Sigurðsson
fl. for. Hrafna.
R. S. flokkurinn hóf nú starl'-
semi af fullu fjöri aftur, en
hann liefur ekki haldið reglu-
lega fundi undanfarið, og var
Sveinn Elíasson kosinn sveitar-
foringi R.S.
14. október hélt félagið hluta-
veltu í Templarahúsinu, var
þar fjöldi góðra muna, og gaf hún félaginu góðar tekjur.
Á foringjaráðsfundi 19. október var ákveðið að stofna hús-
sjóð, „sem notist aðeins, ef félagið byggir eða kaupir húseign
i bænum, sem notist fyrir félagsheimili.“ Stofnfé sjóðsins var
kr. 5.000,00.
1 byrjun nóvember var stofnaður nýr flokkur, með ein-
tómum nýliðum. Hlaut liann nafnið „Skarfar,“ en fl. for. var
Mogens O. Juul.
Þann 12. nóvember héldu foringjaráð Einherja og Valkyrju
sameiginlegan fund, þar sem rætt var um aukna samvinnu
milli félaganna.
50
AFMÆLISRIT EINHERJA