Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 54
Húsið hafði verið smekklega skreytt áður, m.a. með myndum
af öllum sérprófsmerkjum skáta.
Skemmtunin hófst með kaffidrykkju, en undir borðum fóru
fram ýms skemmtiatriði. Hafsteinn O. Hannesson flutti minni
félagsins, en Jón Páll Halldórsson talaði um Baden Powell
og skátahreyfinguna. Á eftir var varðeldur og vígsla nýliða.
Félaginu barst fjöldi góðra gjafa í tilefni afmælisins, m. a.
fagur silkifáni frá „gömlum Einherjum“ í Reykjavík.
2. marz hélt félagið hóf fyrir eldri skáta, sem nú eru liættir
að starfa í Einherjum, var þar stofnað styrktarfélag Einherja,
sem hlaut nafnið Magni.
Áð á heiðinni.
Rekkaflokkurinn annaðist kennslu í hjálp í viðlögum á
Skíðaskólanum á Seljalandsdal.
1 lok marz var stofnaður nýr nýliðaflokkur, „Skarfar,“ og
var Mogens O. Juul skipaður fl. for. hans, en Gunnlaugur
Jónasson tók við stjórn eldri nýliðaflokksins, sem hlaut
nafnið „Þrestir.“
1 5 km. göngu á Skiðamóti Vestfjarða 27. marz sigraði Ein-
herjinn Ingvar Jónasson, Haukur 0. Sigurðsson sigraði í
stökki drengja 13—16 ára og ísak J. Sigurðsson varð nr. 3 í
52
AFMÆLISRIT EINHERJA