Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 56
Gunnar Andrew. Þessum gömlu og góðu félögum var boðið
inn i Valhöll, og var þar haldinn mjög ánægjulegur og
skemmtilegur varðeldur.
Þann 30. júlí gengu fjórtán Einherjar á Glámu. Farið var
með bíl til Gemlufalls, en þaðan með Tóka yfir Dýrafjörð og
haldinn varðeldur með Otherjum á Þingeyri. Um morguninn
var farið inn í fjörð og gengið á Glámu, en siðan var gengið
Lamliadalsfjallið heim, en það var um 17 kl.st. ganga. Sama
dag gengu fjórir Einherjar á Kaldbak við Arnarfjörð.
Skátar aðstoðuðu við heimsókn forseta Islands til Isafjarð-
ar 7. ágúst.
Þann 19. ágúst var sameiginleg útilega Einherja og Val-
kyrju í Tungudal og tóku 50 skátar þátt í henni. Er þetta
fyrsta sameiginlega útilegan, sem kven- og drengj askátar
halda á Isafirði, og tókst hún mjög vel. Á sunnudag var gengið
á Kistufell og Miðfell. Þann dag gengu einnig tveir Einherjar
á Sauratinda og settu þar tindabók.
Um þetta leyti var mikið rætt um, að félagið keypti einn
af hinum svokölluðu „Bretabröggum“ og setti hér upp fyrir
félagsheimili, en byggingarnefnd neitaði um leyfi, til að setja
„braggann“ upp, og varð því ekkert úr framkvæmdum.
Þann 17. september fóru þeir Mogens 0. Juul, Jón Páll Hall-
dórsson og Hafsteinn 0. Hannesson út í Bolungavík og stofn-
uðu þar skátafélag, sem hlaut nafnið „Gagnherjar.“
I september liélt félagið blutaveltu í Templarahúsinu, en
vetrarstarfsemin hófst í byrjun október. Samkvæmt hinum
nýju lögum félagsins, sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi,
skal aðalfundur félagsins haldinn í október, en ekki janúar,
eins og verið hefur. Að þessu sinni var aðalfundur félagsins
haldinn í Gagnfræðaskólanum þann 20. október. 1 byrjun
fundarins afhenti deildarfor. Biddarabikarinn og Fálkastytt-
una, sem „gamlir Einherjar“ í Beykjavík gáfu á 15 ára afmæl-
inu, en hér eftir veitist hún bezta skíðaflokknum. Riddara-
bikarskeppnina vann skátafl. Ernir, fl. for. Jón Páll Halldórs-
5//
AFMÆLISRIT EINHERJA