Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 57
son, en Fálkastyttuna vann skátafl. Hrafnar, fl. for. Isak J.
Sigurðsson. Þá fóru fram kosningar. Ritari Magnús Baldvinss.,
gjaldkeri Haukur Þ. Benediktsson, Grenis- og skálaverðir
Magnús Baldvinsson og Guðbjartur Finnbj arnarson. — Sú
ln-eyting var gerð á lögum félagsins, að mynduð var sérstök
stjórn i félaginu og eiga sæti í henni: félagsfor., allir sveitar-
foringj ar og gj aldkeri.
Hafsteinn O. Hannesson var kosinn félagsforingi, en sveitar-
foringjar: Magnús Baldvinsson, sv. for. ylfinga, Jón Páll Hall-
dórsson og Gunnar Jónsson, sv. for. skáta og Magnús Konráðs-
son, sv. for. Rekka. Flokksforingjar voru: Sigmundur Sig-
fússon, Guðfinnur Magnússon, Guðbjartur Finnl)jarnarson og
ísak J. Sigurðsson í 1. sveit, en Gunnlaugur Jónasson, Hilmar
Ólafsson, Haukur Ó. Sigurðss. og Helgi G. Þórðarson i 2. sveit.
I baust fékk félagið æfingaherbergi í Tungötu 1, og hefir það
því tvö herbergi til umráða.
Á foringjaráðsfundi í október var samþykkt að sæma
Mogens O. Juul 10 ára lilju (án hrings) fyrir prýðilegt starf
í þágu félagsins, en hann flutti þá úr bænum.
1945
Dagana 15.—17. janúar hélt Rekkasveitin hraðnámskeið í
hjálp i viðlögum fyrir félagsmenn. Þátttaka var mjög góð og
tóku flestir félagsmenn þátt í námskeiðinu.
Nokkrir skátar skemmtu á Gamalmennasamsæti kvenfél.
Illíf þann 11. febrúar.
Innanfélagskeppni á skíðum fór fram við Valhöll 25. febr.
Keppt var í göngu, svigi og bruni. 1 göngu sigraði Gunnlaugur
Jónasson, en i svigi og bruni Haukur Ó. Sigurðsson.
Dagana 19.—23. febrúar hélt félagið námskeið í hjálp i við-
lögum á vegum Málfunda- og íþróttafélagsins Ármann í
Skutulsfirði. Þátttakendur voru um 40.
1 marz kenndi Rekkaflokkurinn einnig hjálp i viðlögum á
Skíðaskólanum á Seljalandsdal.
AFMÆLISRIT EINHERJA
55