Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 58
Tíu Einherjar tóku þátt í Skíðamóti Vestfjarða. Haukur
Þ. Benediktsson var annar i 18 km. göngu og Ingvar Jónasson
var þriðji i 15 km. göngu. Haukur Benediktsson varð fyrstur í
stökki í A-flokki, Jónas Helgason í stökki 17—19 ára og Hauk-
ur Ó. Sigurðsson í stökki í drengj aflokki 15—17 ára.
Sigurvegarar Riddarabikarskeppninnar 1944 voru 1. fl.
„Þrestir “ 2. sveit, en fl. for. þeirra var Gunnlaugur Jónasson,
en 2. fl. „Svanir “ 2. sveit vann Fálkastyttukeppnina, en fl. for.
þeirra var Hilmar Ólafsson.
14. apríl hélt félagið skemmtifund í Gagnfræðaskólanum.
Félagið tók þátt í Friðarhátíðinni 8. mai, var gengið í skrúð-
göngu um hæinn undir fánum Norðurlandaþjóðanna, og settu
skátar sinn hátíðarsvip á daginn. Safnað var fyrir Landssöfn-
unina þann 24. maí um 12 þús. krónum og 160 fatabögglum.
Þriðja Skátamót Vestfjarða var haldið í Hestfirði dagana
2.—6. ágúst. Mót þetta var fyrsta skátamót hér á landi, sem
er sameiginlegt fyrir kven- og drengj askáta, en alls tóku þátt
í því 69 skátar, 31 frá Einherjum, 15 frá kvenskátafél. Val-
kyrjan, 8 frá Samherjum Patreksfirði, 6 frá Gagnherjum
Bolungavik, 5 frá kvenskátafél. Freyjur á Flateyri og 4 frá
Otherjum Þingeyri. Mótstjórn skipuðu : Magnús Konráðsson,
sem var mótstjóri, Hafsteinn 0. Hannesson og María Gunnars-
dóttir. Á mótinu var gefið út fjölritað blað, sem hét „Tryppið,“
en ritstjóri þess var Gunnar Jónsson. Á mótinu var farið í
margar gönguferðir og leiki. Á sunnudaginn messaði séra Óli
Ketilsson á mótinu. Varðeldar og kvöldvökur voru haldnar á
hverju kvöldi. Mót þetta varð til að auka starfsemi skáta-
félaganna á Vestfjörðum og efla samvinnu þeirra sín á milli.
Vetrarstarfsemin hófst í október. Félagsforingi var kosinn
Hafsteinn O. Hannesson, sv. for. ylfinga Magnús Baldvinsson,
sv. for. skáta Jón Páll Halldórsson og Hilmar Ólafsson og
sv. for. Rekka Jónas Helgason. Flokksforingj ar voru Erling
Sörensen, Guðfinnur Magnússon, Ingimundur Erlendsson og
Alhert Karl Sanders í 1. sveit, en Gunnlaugur Jónasson, Jens
56 AFMÆLISRIT EINHERJA
A