Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 60
Þann 6. júní söfnuðu Einherjar og Valkyrjur peningum og
fötum handa fólkinu, sem missti allt sitt í brunanum mikla
Jjann 3. júní, þegar Fell og fleiri liús brunnu.
Einherjar aðstoðuðu við hátíðarhöldin hér 17. júní.
1 júní liélt félagið námskeið fyrir foringja, og var þar farið
yfir helztu atriðin úr skátaprófunum. Þann 29. júní héldu fé-
lögin, Einherjar og Valkyrjan, sameiginlega útilegu i Arnar-
dal. Þátttaka var mjög mikil og tókst útilegan mjög vel. 1 júlí
gengu 7 Einherjar á Kaldbak við Arnarfjörð og settu þar
Frá Foringjaskólanum á Seljalandsdal.
tindabók. Veður var nokkuð dimmt og fengu þeir því ekki
gott útsýni. Þann 24. ágúst héldu félögin aftur sameiginlega
útilegu i Seljadal. Þátttaka var mjög góð, og tókst útilegan
vel.
Dagana 5.—12. september stóð félagið fyrir flokksforingja-
skóla B. 1. S., sem haldinn var á Seljalandsdal. Kennarar voru
Hafsteinn O. Hannesson, sem einnig var skólastjóri, Haraldur
Guðjónsson, sv. for. í Skátafélagi Reykjavíkur og Skarphéð-
inn össurarson, sv. for. í Heiðarbúum i Keflavik. Þátttakend-
ur í skólanum voru 22, 3 frá Útherjum, Þingeyri, 5 frá Freyj-
um á Flateyri, 3 frá Valkyrjum á Isafirði og 11 Einherjar.
Sigurvegarar Riddarahikarskeppninnar árið 1946 voru
Smyrlar, en fl. for. ])eirra var Helgi G. Þórðarson.
58
AFMÆLISRIT EINHERJA