Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 63
tóku þátt 1 því 93 íslenzkir skátar, þar af 8 Einherjar, þeir :
Gunnar Jónsson, Magnús Konráðsson, Böðvar Sveinbjarnar-
son, Kjartan B. Kjartansson, Ingvar E. Kjartansson, Jón G.B.
Þórðarson, Elías V. Ágústsson og Kristján Arngrímsson. Fóru
þeir með skymasterflugvélinni Heklu til París og þaðan á
mótstaðinn. Að mótinu loknu fóru íslenzku skátarnir til Eng-
lands i boði ensku skátanna, en þrír Isfirðinganna fóru þaðan
yfir til Danmerkur, Sviþjóðar og Noregs og komu ekki heim
fyrr en í október.
I september sóttu þeir Jón Karl Sigurðsson og Magnús
Aspelund sveitarforingjaskóla B. I. S. að Dlfljótsvatni.
Vetrarstarfsemin hófst í október, og voru þessir foringjar :
Hafsteinn 0. Hannesson fél. for., en sveitarf. : Jón G. B. Þórð-
arson sv. for. ylfinga, Jón K. Sigurðsson og Magnús Aspelund
sv. for skáta og Magnús Baldvinsson sv. for Rekka. Flokks-
foringjar voru: Gunnar örn Gunnarsson, Sigurður M. Sigurðs-
son, Hörður Ingólfsson, Jens Chr. Sörensen í 1. sveit, en Skúli
Rúnar Guðjónsson, Sigurður Tb. Ingvarsson, Ingvar E. Kjart-
ansson og Elías V. Ágústsson í 2. sveit.
Einnig starfaði skátaflokkurinn Vanir i Reykjavik og voru
nú 11 i flokknum, þar af 6 Einherjar.
Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var i Skátaheimilinu,
var Haukur Ingason kosinn ritari, Þorgeir Hjörleifsson gjald-
keri, Kristján Arngrimsson Grenis- og skálavörður og Hörður
Ingólfsson og Guðm. Karlsson áhaldaverðir.
Félagið opnaði nú sölubúð, sem sér um innkaup og sölu á
skátabúningum, skátabókum og allskonar ferðalaga- og úti-
leguútbúnaði. Var innréttað lítið herbergi fyrir búðina í
Skátaheimilinu, og hefur Þorgeir Hjörleifsson séð um rekstur
hennar að öllu leyti, ásamt afgreiðslu Skátablaðsins.
1 desember voru stofnaðir tveir nýliðaflokkar, og voru þeir
Gísli Jón Hermannsson og Ástvaldur Bj. Björnsson settir
flokksforingj ar.
AFMÆLISRIT EINHERJA
61