Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 64
Enn sem fyrr mótaðist starfsemin að miklu leyti af vinn-
unni við Skátaheimilið, því að margt var ógert.
1948
Vinnunni við Skátaheimilið var nú haldið áfram, og unnu
tveir smiðir við innréttingu á setustofu og eldhúsi. Þeirri
vinnu var að mestu lokið i febrúar, og var þá opnuð setustofa,
þar sem ýmsar skátabækur og skátablöð liggja frammi. Einn-
ig var nú byrjað á að hafa kvikmyndasýningar. Skátaheimilið
hefur þannig skapað skilyrði til aukinnar og umfangsmeiri
starfsemi, en félagið hefur til þessa getað rekið og er vonandi
að sú starfsemi geti í framtiðinni aukizt að miklum mun, svo
að Skátaheimilið geti orðið til þess, að laða hugi skátanna, að
hollri og nytsamri tómstundavinnu og góðum skemmtunum.
Hér að framan hefir verið dregið sajnan það markverð-
asta, sem á daga Einherja hefir drifið. Einum þætti starf-
seminnar hefir þó að mestu leyti verið gengið fram hjá, en
það eru flokksæfingarnar og flokkastarfið, sem starfsemin
hyggist þó að verulegu leyti á.
Til þess að gera þessu atriði þó nokkur skil, höfum við
tekið saman i eina heild æfingafjölda, próftökur og litilegur
frá fyrstu tíð.
Skráin yfir þetta lítur þannig út:
Ylfingar hafa haldið 1087 hópfundi. Tekið 153 sárfætlinga-
próf, 134 I. stjörnu, 48 II. stjörnu og 335 sérpróf. Skátar
hafa haldið 2037 flokksfundi. Tekið 195 nýliðapróf, 142 II.
fl. próf, 46 I. fl. próf og 341 sérpróf. Rekkar hafa haldið 188
fundi. Farið hefir verið í 124 tjaldútilegur og 341 skálaútilegu
með 6087 þátttakendum.
62
AFMÆLISRIT EINHERJA