Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 67
Hafsteinn O. Hannesson:
Horft um öxl og fram á leið.
Til þess að skátafélag geti starfað vel, eru tvö atriði nauð-
synleg. Það fyi’ra er hæfir foringjar, og hið síðara heppilegt
húsnæði. Ég ætla ekki að fai’a mörgum orðum um foi’ingja
Einherja, aðeins segja það, að mér hefur oi’ðið Ijósari með
ári hverju nauðsyn þess, að flokksforingjar og ekki síður
sveitai’foi-ingj ar séu starfi sínu
vaxnir. Skátastarfið er byggt
upp á flokkakerfi, og ef flokks-
foringinn eða sveitarforinginn
bi’egzt, er skátastarfið búið að
vera. Sveitarforingj ar mega
helzt ekki vera yngri en um
tvítugt, og flokksforinginn
helzt 2 árum eldri en flokks-
menn lians. Þetta er það æski-
legasta, en oft verður maður
að sætta sig við annað. Ef
skátastarfið í landinii heldur
áfram að eflast jafn örugglega
og það hefur gert síðustu 10
árin, verður eflaust hægt innan
skamms að veita flokks- og
sveitarforingjum hinn nauðsynlega undirbúning til stai’fsins.
Þeir þurfa að taka þátt í a.m.k. viku námskeiðum á vegum
B.I.S., áður en þeir taka hin mikilvægu störf að sér. Það þykir
eflaust mörgum nokkuð mikið í ráðizt að halda slík nám-
skeið, en revnsla mín er sú, að foringjanámskeið með svipuðu
fyrirkomulagi og var hér á Isafirði 1946 — þar sem kennarar
eru sendir út um land, til nemendanna, — sé það, sem koma
Hafsteinn 0. Hannesson,
félagsforingi.
AFMÆLISRIT EINHERJA
65