Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 68
skal. Ef B.l.S. yrði þess megnugt^að standa fyrir slikum nám-
skeiðum kringum allt land, með erindrekum sínum, mundi
koma annar bragur á starfsemi hinna ýmsu smærri og ein-
angraðri félaga, og ekki veitir stærri félögunum af „nýju
blóði“ öðru hvoru. Félögin ættu að senda efnilega skáta á aldi--
inum 18—20 ára, sem vegna atvinnu sinnar koma til með að
dvelja heima og vilja starfa að skátamálum, — á sveitar-
foringj anámskeið. Slik námskeið ættu að vera með útilegu-
sniði og standa yfir í 2 vikur að sumarlagi. Þar yrðu hinum
væntanlegu foringjum kennd hin ýmsu skátafræði og ekki
sízt að skipuleggja og stjórna skátasveit og félagi. Námskeið
sem þessi mundu vafalaust létta foringjunum mikið starfið,
þegar heim kæmi. Ég hef sjálfur reynt það, hve erfitt það er
að taka við foringj astörfum, án þess að hafa annað veganesti
en áhugann. Skátastarf mitt var slitrótt, vegna skólanáms
utanbæjar og veikinda. Ég hafði aðeins starfað hálfan vetur
sem nýliði með reglulegum skátaflokk hér á staðnum, og
svo með skólaflokk í Reykjavík, áður en ég tók-við félaginu.
En ég hafði verið svo lánssamur að komast i Jamboreeferðina
1937, og þar lærði ég mikið, sérstaklega af viðkynningu við
norska skáta, sem við Einlierj arnir dvöldum með rétt fyrir
alheimsmótið (ein af afleiðingum Kaldalónsútilegunnar)
Skóli reynslunnar er eflaust bezti skólinn í skátastarfi sem
öðru, en það er oft tímafrekt og erfitt nám, og ekki allir, sem
hafa aðstæður og úthald til þess að læra þar. En ég hef trú
á, að ef foringj amenntuninni verður komið i það horf, sem
ég hef að framan hent á, þá renni upp nýtt framfaratímabil
fyrir skátana hér á landi.
Við Einherjar höfum, er við berum aðstöðu oklcar saman
við mörg önnur skátaíelög, verið heppnir með húsnæði. Við
höfum, að undanteknum allra fyrstu árunum, aldrei verið á
hrakningi i þeim efnum, þótt ekki væri alltaf 1. flokks. Mikið
lán var það fyrir félagið, þegar það 1930 komst í Grenið, góða
og gamla, í húsi B. G. Tómassonar í Túngötu 1, en þar var
66
AFMÆLISRIT EINHERJA