Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 69
íundarstaður félagsins, þar til flutt var í Dagheimilið 1938.
Þar fengust 2 ágæt herbergi, og hefði aðstaðan þar orðið góð,
ef meðeigandinn hefði getað lokið að fullu við innréttingu
inissins, en þar sem það reyndist ekki kleift, mátti það kallast
gott, að við gátum selt húshluta okkar 1942.
Þá var flutt í sæmilegt herbergi í Túngötu 9, og skömrnu
seinna einnig í Túngötu 1, við hlið Valkyrjanna, er þar höfðu
aðsetur, og loks 1947 í eigið húsnæði.
Félagið minntist 16 ára afmælis síns með foreldrum og gest-
um skátanna í Templarahúsinu, 29. febr. 1944. Nokkrum dög-
um seinna hitt-
umst við Hanni-
bal Valdimars-
son, skólastjóri
og þáverandi
forseti bæjar-
stjórnar, úti á
götu, og rædd-
um við um af-
mælishátíðina
og starfsemi fé-
lagsins. Sagði
ég eitthvað á
þá leið, að nú
væri kominn tími til þess hjá okkur Einherjum að liyggja
eða kaupa fundarhús, enda hefðu foreldrar og gestir afhent
okkur nokkra fjárupphæð á afmælinu, og væri það mikil
hvatning. Tók Hannibal þá strax ákveðna afstöðu og sagði,
að við ættum ekki að byggja, því að bærinn byggði bráðlega
nýtt fimleikahús við Sundhöllina, og þá ætti bæjarstjórnin
að láta okkur hafa gamla fimleikahúsið. Ég varð strax hrifinn
af þessari liugmynd, og frá þessum degi snérist hugur okkar
Einherja um þetta hús. Og margir fundir rekkasveitarinnar
fóru í að gera áætlanir um breytingar á húsinu og umræður
AFMÆLISRIT EINHERJA
67