Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 71
góð lierbergi til flokksfunda, rúmgóðar geymslur og fundar-
sal, sem rúmar um hundrað mantts. Okkur vantar að vísu
handavinnustofur og æskilegt væri, að húsvörður hefði íbúðar-
herbergi í sjálfu húsinu. En verk þeirra, sem nú eru í félag-
inu, er m.a. að láta skuldirnar, sem á húsinu hvíla, hverfa,
svo að hægt verði að stækka húsið og auka þar með mögu-
leikana fyrir f jölbreyttara starfi.
Tíminn líður fljótt, og fyrr en varir eru litlu ylfingarnir
orðnir fullorðnir menn, og þegar einhver fulltrúi hinnar kom-
andi kynslóðar sezt á hné gamla mannsins og segir: „Afi segðu
mér sögu,“ þá vona ég, að hann eigi svo hugljúfar og fallegar
minningar frá skátastarfinu, að hann finni ánægju í að rifja
þær upp fyrir afkomendum sínum, og benda þeim á einn
bezta vegvísirinn á lífsins gönguför, — skátastarfið.
Orðinn skáti, ávallt skáti,
Hafsteinn O. Hannesson.
AFMÆLISRIT EINHERJA
69