Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 74
Meðan ég var einn af „Einherj unum,“ var Gunnar lífið og
sálin i félagsskapnum, deildarfor., methafi í útilegum, kenn-
ari, prófdómari og ógleymanlegur félagi. Hann var jafnaldri
okkar allra, og það hefur hann haldið áfram að vera ætíð
síðan. En grun hefi ég um, að hann hafi vitað, að allar fyrstu
pönnukökurnar okkar fóru í eldinn, og að við brögðuðum
stundum á „drottningarkökunum“ í óleyfi, svo að þeim fækk-
aði áður en þær fóru úr eldhúsinu.
Þótt allar mínar minningar úr skátalífinu á Isafirði séu
tengdar foringjanum okkar, geng ég þess eklci dulinn, að
skátafélagsskapurinn sem slíkur hlýtur ætíð að vera gagn-
legur fyrir órabelgi, hann hlýtur ætíð að vera menntandi og
auka verðmæti hins vaxandi kynstofns. En foringjavalið er
mikilsvert hér eins og i öðrum félagsskap, því að lélegur
foringi getur hæglega gert lítið úr góðu efni. „Einherjar“ voru
heppnir með foringjavalið frá fyrstu tíð, og þó sérstaklega
með yfirforingj ann sjálfan. Að því búum við allir enn.
Askell Löve.
72
AFMÆLISRIT EINHERJA