Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 77
um er hjartfólgnast að leysa af hendi; en þau störf felast
fyrst og fremst í því, sem hann lofar fyrst af öllu, en það er
að gera skyldu sína við Guð og ættjörðina. — Að vera sann-
kristinn og sannur fslend-
ingur, er og skal áfram
verða aðalmarkmið hvers
skáta. — Á þeim grund-
velli er reglan hyggð, eftir
því sem lög hennar mæla
fyrir, og það skal einnig
vera hér. — Og einmitt
nú ríður þjóðinni meir en
nokkru sinni fyrr á slík-
um æskulýð. — Þess
vegna er það, sem skátafélagsskapurinn er In-áðnauðsynleg-
ur í hverju þorpi og hverjum bæ. —
Takið því enn fastar höndum saman. — Haldið fleiri fundi,
takið fleiri próf, farið í fleiri útilegur, gerið meira gott,
hjálpið meira, þjónið betur. — Munið, að sá sem vill vera
mestur, hann skal og vera allra þjónn. — Og síðast en ekki
sízt: Munið hann, sem var allra þjónn, sem kom til þess að
frelsa þennan heim frá synd og böli. — Án hans vinnið þið
ekkert gott, og án hans er starfið til ónýtis, því að þá vantar
andann, lífið í það, þá vantar hugarfarið, sem að baki á að
búa. — Með Kristi í starfi á þess vegna að vera kjörorð
ykkar. —
Heilir allir, og Guð blessi ijklcur.
Pétur Sigurgeirsson.
AFMÆLISRIT EINHERJA
75