Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 79
ur. Það var strikið, sem stýrt var eftir, og uú sjáum við, að
stefnan var rétt. Fyrir einhuga, samstilltan og samtaka hóp
var þetta hægt. Nú var lagzt á árar og aflað fjár, og helzta
f j ái'öflunaxieiðin var að hnýta á tauma.
Horfinu var stöðugt haldið.
1 marzmánuði lauk Jóhann Bárðarson við teikningar af
húsinu og áætlanir um kostnað við bygginguna, sem hann
áætlaði að mundi verða kr. 2.080,00. Lánaði hann félaginu
síðan helming af
andvirði efnisins,
en hinn helming-
urinn var borgað-
ur með víxli, sem
félagið fékk í
Landsbankanum.
Þar með var
stæi-sti hnúturinn
leystur.
Staðurinn fyi'ir
skálann var fljót-
valinn, því að
sjálfsagt þótti að
láta skálann standa þai\ sem tjaldað var í fyrstu útilegu
félagsins voi’ið 1928, en þann stað hafa Einherjar ávallt síðan
nefnt „Valhöll.“
Á hvítasunnudag var svo verkið hafið. Var þá byrjað á að
hlaða grunninn, eins og lög gera ráð fyrii-, en hinn 9. j úni var
húsið höggvið til og grindin reist. Verður sá dagur því að
teljast afmælisdagur Valhallar. — Nokkrir Isfirðingar, sem
ekki vildu láta nafna sinna getið, sendu félaginu peningagjaf-
ir, en til þess að nöfn þeirra gleymdust ekki, lagði Gunnar
Andrew trébút, með nöfnum þeirra, milli þilja í húsinu. Mun
sá tréhútur varðveita nöfn þeirra, og hinn hlýja vinai'hug
um ókomin ár og aldir.
AFMÆLISRIT EINHERJA
77