Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 81
Sigurður J. Þórólfs:
Hvað ungur nemur, sér gamall temur.
Ritnefnd þessa blaðs hefur
óskað eftir því, að ég skrifaði
nokkur orð um nauðsyn ylf-
ingadeilda innan skátafélaga,
og vil ég ekki að öllu leyti
skorast undan því, þó að ýms-
ir væru betur til þess fallnir.
Hverju skátafélagi, sem ætl-
að er langlífi, er nauðsynlegt
að starfrækj a ylfingadeild inn-
an sinna vébanda, ekki aðeins
til þess að eignast stöðugt nýja
félaga í stað þeirra eldri, sem
liætta störfum, heldur einnig
vegna þess að reynslan hefur
sýnt það áþreifanlega, að
margir beztu liðsmenn skátafé-
laganna eru þeir, sem ungir gengu í þann félagsskap og
byrjuðu sem ylfingar.
Gamallt spakmæli segir: „Margir eru kallaðir, en fáir út-
valdir.“ Þetta. hafa skátafélögin sannreynt, eins og svo margir
aðrir.
Fjöldi drengja gengur i ylfingadeildirnar, en brátt heltist
stór hópur úr lestinni, af ýmsum ástæðum, en eftir verða að-
eins þeir, sem tekið hafa tryggð við hugsjónir skátahreyfing-
arinnar og hafa bæði getu og vilja, til þess að starfa í hennar
anda.
Frá ylfingadeildunum fá skátafélögin því ekki aðeins nýja
félaga, heldur einnig mjög oft úrvals drengi, og úr þeirra
Sigurður J. Þórólfs
AFMÆLISRIT EINHERJA
79