Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 82
röðum mun svo þjóð okkar síðar meir fá ýmsa af sínum
beztu þjóðfélagsþegnum, því að ennþá er í fullu gildi spak-
mælið gamla, sem segir: Hvað ungur nemur, sér gamall temur.
Ylfingahópur
Til skamms tíma ólst meiri hluti Islendinga upp í sveitum
þessa lands, við holla lifnaðarhætti og þjóðlegan hugsunar-
hátt, og þar var fátt sem glapti börn og unglinga. Nú er öldin
önnur. Nú alast flest börn þessa lands upp í bæjum og þorp-
um, þar sem niörg þeirra eru meira eða minna iðjulaus mik-
inn hluta ársins, fram eftir öllum aldri, og þar sem auk þess
ótal hættur og freistingar liggja í leyni, tilbúnar að skaða þau
á líkama og sál. Fjöldi foreldra er því i sífelldum ótta um
framtíð barna sinna, meðal annars vegna þess að þeir finna,
að þau vantar verkefni við sitt hæfi og góðan félagsskap.
Þessum foreldrum vil ég benda á Skátafélagsskapinn.
Ég þekki engan félagsskap hér á landi, sem er líklegri en
hann, til þess að stuðla að því, að þau geti varðveitt heilbrigða
sál í hraustum líkama.
Sigurður J. Þórólfs
80
AFMÆIASRIT EINHERJA