Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 83
Halldór Magnússon:
»Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá«
Minningar frá Jamboreeför 1933.
Hér eru það aðallega tveir skátar, sem koma við sögu.
Annar var stór og þrekinn, en liinn frekar lítill. Þeir voru
ágætir félagar. Sín á milli kölluðu þeir hvor annan „der
gróse“ og „der kleine,“ og vil ég halda þeim nöfnum i þessari
frásögn.
Við höfðum siglt í þrjá sólarhringa frá Vestmannaeyjum,
og vorum nú komnir til Leith. „Der gróse“ og „der kleine“
gengu á land, til þess að litast
um og skoða borgina. Þegar
þeir höfðu gengið drykklanga
stund og voru farnir að
þreytast, komu þeir að stóru
verzlunarlnisi, sem þeir köll-
uðu „six pencara,“ af því að
hver hlutur kostaði sex pence.
Aldrei fyiT höfðu þeir séð
verzlun, sem var jafn stór og
þessi. Þar var margt á boðstól-
um, og var verzlunin i deild-
um á tveim hæðum hússins, og
margir afgreiðslumenn. Skát-
arnir tveir skoðuðu allt vand-
lega, en þeir höfðu litla pen-
inga á sér, svo að þeir urðu að
vera sparsamir. Mikið var
þariia af eigulegum hlutum, sem þeir girntust. Loks komu
þeir að borði, þar sem seldir voru niðursoðnir ávextir. Þá
kom vatn i munninn á þeim af ágirnd, svo „der gróse“ stóðst
„Der kleine“ og „der gróse“ í
lokaþætti sorgarleiksins.
AFMÆLISRIT EINHERJA
81