Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 84
ekki freistinguna, og keypti tvær dósir af niðursoðnum perum.
Hvorugir voru „sleipir“ í ensku, og urðu þeir því að gera sig
skiljanlega með allskonar handapati. „Der gróse“ l)enti á
tvær dósir uppi í hillu, en á þeim stóð orðið „pease.“ Hann
rétti upp tvo fingur og sagði: „Two of this, please“. — Af-
greiðslumaðurinn pakkaði inn dósirnar, sem „der gróse“ horg-
aði, svo héldu skátarnir tveir til skips.
Nú átti að gæða sér á ávöxtunum. Þegar til skips kom, lok-
uðu þeir að sér inni i klefa sínum, til þess að verða ekki fyrir
ónæði. „Der kleine“ átti hníf og hyrjaði að opna dósirnar.
„Der gróse“ stóð hjá á meðan, smattaði, með skeið i hendinni,
tilbúinn að háma í sig innihaldið úr fyrstu dósinni, sem lokið
var að losna af. Hvílík tilhlökkun. Fyrr en varði lá lokið laust
og við þeim hlasti innihaldið, ljúffengt og lokkandi. Svo kom
þögn, báðir göptu af undrun, stóðu eins og negldir við gólfið,
liorfðu fyrst á innihaldið, en siðan hvor á annan og ráku því
næst upp skellihlátur. Þeir ætluðu vart að trúa sínum eigin
augum, því að í dósinni voru ekki perur, „pears,“ eins og þeir
höfðu haldið, heldur það, sem Englendingar kalla „pease,“ en
við nefnum „grænar baunir.“
Er þeir höfðu jafnað sig til fulls eftir hláturinn, opnuðu þeir
hina dósina í miklum spenningi, en hún var einnig full af
grænum baunum. Ekki vildu þeir, að þetta „óhapp“ lcæmist
upp og fóru því með dósirnar til bi*ytans og gáfu honum þær,
gegn því skilyrði, að hann segði ekki frá því. Féll málið niður
að sinni, en háðum þótti miður að verða af ávöxtunum.
Nú var ferðinni haldið áfram, og næsti viðkomustaður var
Hull. Einnig þar var farið í land og skoðaðar fagrar hyggingar
og merkisstaðir. Veðrið var yndislega fagurt, og „der gróse“
og „der ldeine“ voru lengi í landi og fóru víða. Um kvöldið,
er þeir voru á leið til skips, komu þeir í litla verzlun við
höfnina, sáu þar rauða ávexti i glugganum, sem voru að útliti
og stærð eins og epli. „Der gróse“ benti á ávextina og bað
um nokkur stykki. Var það auðfengið, og setti afgreiðslumað-
82
AFMÆLISRIT EINHERJA