Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 85
urinn ávextina i poka. Auk þessa keypti „der gróse“ nokkra
kringlótta smápakka, sem liann hélt vera súkkulaði. Nú var
haldið um borð í „Fossinn,“ í flýti, því að komið var að hurt-
farartíma.
Sama aðferð var viðhöfð og daginn áður, þ.e. klefanum
aflokað, svo að þeir yrðu ekki fyrir neinni
truflun. Þeir byrjuðu á eplunum, tóku sitt
hvort og bitu í, en hvað var nú þetta? Eplin
voru svo súr og laus í sér, og hræktu þeir
því bitunum strax út úr sér. Við nánari at-
hugun kom í ljós, að þetta voru tómatar,
en ekki epli (geta má þess, að þá voru tó-
matar óþekktir ávextir hér). „Þarna vorum
við illa sviknir,“ sagði „der kleine“ með
ólundarsvip, þvi að báðum þóttu ávextirnir
vondir. Létu þeir nú tómatana aftur í pok-
ann og földu hann síðan undir koddanum
í „kojunni.“
Jæja., sagði „der gróse,“ þá er bezt að
gæða sér á súkkulaðinu í staðinn. „Með
ánægju,“ samsinnti „der kl'éine“ og tók pappírinn hrosandi
utan af einum pakkanum. Þetta voru lítil þríhyrningslöguð
stykki. Báðir rifu papph’inn utan af stykkjunum, og þótt þeim
þætti liturinn á þeim nokkuð einkennilegur, stungu þeir upp
í sig stórum bitum og byrjuðu að tyggja. Tennurnar sukku
í ætið, sem var bæði seigt og bragðsterkt, svo að þá sveið
í tunguna. Þeir hættu að tyggja og litu hvor á annan, hræktu
ætinu grettnir út úr sér og settu það aftur í pokann. Svo gail
við kæfandi hlátur, svo að ekki heyrðist yfir í næsta herbergi.
Þegar þeir höfðu jafnað sig eftir „góðgætið,“ rifu þeir utan af
öllum öskjunum, til þess að vita, hvort þær innihéldu allar
það sama, og reyndist það svo. 1 pökkunum var ekki súkku-
laði, eins og þeir héldu i fyrstu, lieldur var í þeim ósvikinn
gráðu-ostur. Ekki mátti neinn komast að þessu. Tóku þeir því
Skíðamaðurinn
fliúgandi.
AFMÆLISRIT EINHERJA
83