Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 86
tómatana og ostinn allann, settu hvoru tveggja í poka, hlupu
síðan upp á dekk, og köstuðu ætinu í sjóinn.
„Der gróse“ kastaði ekki pokanum sjálfum í sjóinn, og svo
þegar Reykj avíkur-skátarnir komu til þeirra litlu síðar, eftir
að hafa liorft á þessar kynlegu aðfarir félaganna, rannsök-
uðu þeir pokann og komust þar með að öllu leyndarmálinu.
Þá var nú hlegið — og óspart gert grín að „der gróse og „der
kleine.“ Sagan gekk um allt skipið, eins og eldur i sinu, og
jiegar félagarnir tveir komu aftur að herbergisdyrum sínum,
eftir nokkra útiveru uppi á þiljum, blasti við þeim stórt mál-
verlc á hurðinni, málað af listmálara skátaflokksins, sem
sýndi lokaþátt sorgarleiksins um ávextina. — „Der gróse,“
þar sem hann stóð við borðstokkinn að hella úr pokanum, en
„der kleine“ stóð hjá og horfði á, og runnu tár úr augum hans.
Segir svo ekki meir af ávaxtakaupum þeirra félaga í þessari
ferð.
Með skátakveðju,
Halldór Magnússon.
84
AFMÆLISRIT EINHERJA