Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 87
Rekkasveit Einherja.
Skátafélög eru fyrst og fremst miðuð við drengi á aldrinum
12—18 ára, þroska þeirra, getu, hugsunarhátt og hugðarefni.
Venjuleg skátastörf eru í flestum tilfellum ofvaxin drengjum
innan þess aldurs. „Skátastörf“ þeirra verða fyrst og
fremst að vera leikur og ævintýri, miðuð við vanþroskaðri
skilning og talunarkaðri getu.
Þessu er svipað varið með þá skáta, sem komnir eru af
hinum eiginlega skátaaldri,
þó að það sé nokkuð á ann-
an veg. Vegna aldurs sam-
rímast þessir eldri piltar
sjaldnast störfum hinna
yngri skáta, og er því nauð-
synlegt, að þeir fái að starfa
saman í flokk eða sveit, er
láti þeim í té verkefni við
þeirra hæfi.
Þegar Baden Powell skrifaði bókina „Rovering to Success"
(róður til sigurs), lagði hann grundvöllinn að rekkastarfinu.
Sá misskilningur hefur þráfaldlega komið í Ijós, einkum
meðal þeirra, sem aldrei hafa verið skátar, að þeir piltar, sem
séu orðnir 18 ára að aldri, geti ekki verið skátar. Slíkt er svo
augljós fjarstæða, að ég hygg, að hver sá, sem leggur það
niður fyrir sér, muni sjá, hversu f jarstæðukennt það er.
Þeir drengir, sem liafa verið skátar, finna það bezt, að þeim
jjykir vænt um félag sitt — þrá skátalífið — og geta ekki
hugsað sér að slíta öllu sambandi við það.
Rekkasveit Einherja var stofnuð hinn 9. dag janúarmán-
aðar árið 1934. Stofnendur sveitarinnar voru: Halldór
Magnússon, Gunnar Andrew, Erling Hestnes, Sigurður Bald-
AFMÆLISRIT EINHERJA
85