Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 89
Skátamót Vestfjarða 1945.
Dagana, 2.—7. ágúst árið 1945 efndu skátafélögin á Isafirði,
Einherjar og Valkyrjan, til skátamóts i Hestfirði. Mótið var
undirbúið af 6 manna undirbúningsnefnd, sem starfaði frá
því snemma um vorið, en mótsstjórn skipuðu Maria, Gunn-
arsdóttir, fél. for. Valkyrju, Hafsteinn O. Hannesson, fél. l'or.
Einherj a og Magn
ús Konráðsson,
sv. for. Rekka-
sveitar Einherja,
en liann var jafn-
framt mótsstjóri.
Fimmtudaginn
2. ágúst kl. 7 ár-
degis var lagt af
stað frá Isafirði
með m.b. Jódísi.
Vorum við alls 33,
- 4 Útherj ar, 3
Freyjur, 5 Gagn-
herjar, 4 Valkyrj-
ur og 17 Einherj-
ar. Tjölduðum við
á flötunum fyrir botni Hestfjarðar. Engin byggð er þarna
í fjarðarbotninum, og vorum við því alveg út af fyrir okkur.
— öllum, sem þarna voru, kom saman um, að mótsstaðurinn
væri ágætur, rétt hjá tjaldbúðinni fossaði áin, sem var búin
að brjóta sér braut um stórfengleg og falleg gljúfur, og foss-
arnir voru þarna margir og tignarlegir.
Veður var mjög breytilegt þessa daga, sem mótið stóð, en
segja má, að við höfum fengið sitt lítið af hverju, sólskini,
rigningu og roki, en þó að veðrið væri ekki alltaf sem hag-
Mótsmerkið
AFMÆLISRIT EINHERJA
87