Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 90
stæðast, voru dagarnir vel notaðir frá morgni til kvölds. Far-
ið í leiki, gengið um nágrennið og setið við varðelda á
kvöldin. Þegar mest rigndi skemmtu menn sér inni í stóra
samkomutj aldinu, svo að alltaf héldust allir í sólskinsskapi.
Á mótinu var gefið út fjölritað blað, sem nefnt var „Tryppið,“
og er það vafalaust ein af kærkomnustu endurminningunum
um þetta mót.
Á laugardaginn stækkaði hópurinn mjög, því að eftir hádeg-
ið komu 36 skátar inneftir með Jódísi, er ýmissa orsaka vegna
gátu ekki verið með frá mótsbyrjun — það voru 2 Freyjur,
„Grauturinn er sangur“.
1 Gagnherji, 11 Valkyrjur, 14 Einherjar og 8 Samherjar. Var
hópurinn þannig orðinn 69 skátar, 23 kven- og 46 drengja-
skátar.
Á sunnudaginn var haldin guðsþjónusta í stóra sainkomu-
tjaldinu, og prédikaði sóknarpresturinn á Hvítanesi, séra
Óli Ketilsson. Síðari hluta sunnudagsins hvessti mjög mikið,
svo að litlu tjöldin skemmdust hvert af öðru, en hinir hús-
næðislausu skátar tóku sér bólfestu í samkomutjaldinu.
Þegar leið á mánudaginn tók að lygna og gerði allgott veður.
88
AFMÆLISRIT EINHERJA