Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Síða 92
Tuttugu ára skátastarf.
Ummæli nokkurra manna,
Bárður G. Tómasson, skipaverkfræðingur:
Allt frá 1930 og þar til, að ég fór frá Isafirði 1945, var ég
i sambúð við Einherja. „Grenið“ þeirra var í kjallara húss-
ins, en ég bjó með fjölskyldu minni á næstu hæð. Við fylgd-
umst vel með allri starfsemi skátanna, leikjum þeirra og
söng, sem allt var sniðið til hæfis við hugsnn og þroska
unglinganna, svo vart mátti á milli sjá, hvort kennslan væri
alvara eða leikur, en hitt var auðséð, að hér fór fram hag-
nýt kennsla í því, sem hver maður þarf að læra, til þess að
verða tiltækur i fyrirmyndar þjóðfélagi.
Það er mín trú, að Skátafélagið Einherjar á Isafirði liafi
rækt hina allra nýtustu starfsemi í þau 20 ár, sem það hefur
starfað. Ég sakna þeirra hressilega söngs um það, hvernig
þeir „klýfa á hnöllum stall af stalli“ að hátt settu marki.
Ó, hve dýrðleg þessi veröld væri, ef allar mannverur væru
skátar.
Hugheilar ámaðaróskir til Einherja.
Bárður G. Tómasson.
Sigurður Þorkelsson, fulltrúi tollstjóra:
Þegar ég var á Isafirði á árunum 1934—1943, kynntist ég
skátafélaginu Einherjar.
Félagið var fjölmennt miðað við fólksfjölda i bænum.
Stjórn þess virtist mér góð, örugg og ákveðin. Félagsforingjar
og foringjar voru vel þroskaðir og höfðu sýnilega kynnt sér
vel málefni slcáta.
90
AFMÆLISRIT EINHERJA